6. febrúar
Ferðaheimildir og greiðsla ferðakostnaðar - eftirfylgniúttekt 2023
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gaf út niðurstöður úttektar á virkni verklagsreglna um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar í ferðum á vegum Reykjavíkurborgar í maí 2014 og voru þar settar fram 15 ábendingar um atriði sem betur máttu fara. Við eftirfylgni árið 2019 var sjö ábendingum ólokið og við eftirfylgni nú stóð ein ábending eftir. Áhættumat þeirrar ábendingar er lítil áhætta og í samráði við endurskoðunarnefnd verður ekki um að ræða frekari eftirfylgni vegna úttektarinnar frá 2014.