Um okkur

Verksvið

Verk­svið

Innri endurskoðun og ráðgjöf þjónar Reykjavíkurborg með því að aðstoða hana við að ná markmiðum sínum og bæta rekstur, áhættustjórnun, innra eftirlit og eftirlitsumhverfi. Innri endurskoðun og ráðgjöf er ráðgjafi borgarbúa í málefnum þeirra sem tengjast persónuvernd og samskiptum þeirra við fagsvið og þjónustumiðstöðvar borgarinnar.

Hlut­verk

Hlutverk Innri endurskoðunar og ráðgjafar er að fara með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs. Í því felst að með störfum sínum leggur Innri endurskoðun og ráðgjöf mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá stofnunum og félögum í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Innri endurskoðun og ráðgjöf þjónar skipulagsheildinni með því að aðstoða hana við að ná markmiðum sínum og bæta rekstur, áhættustjórnun, innra eftirlit og eftirlitsumhverfi.

Samkvæmt samþykkt borgarráðs dags. 11. júní 2020 sameinuðust embætti umboðsmanns borgarbúa og persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar Innri endurskoðun og þannig varð til öflug eftirlits- og ráðgjafareining þar sem saman fer innri endurskoðun, ráðgjöf til borgarbúa og málefni persónuverndar.

Hallur Símonarson er yfirmaður Innri endurskoðunar og ráðgjafar.

Við­fangs­efni Innri end­­ur­­skoð­un­­ar og ráð­gjaf­­ar eru marg­þætt

Kjarnaverkefnin eru þrjú; innri endurskoðun, ráðgjöf við borgarbúa og persónuvernd.

Viðfangsefni fagsviðs ráðgjafar er að taka við erindum frá borgarbúum og vera þeim til ráðgjafar og leiðbeina þeim í samskiptum sínum við borgina, m.a. um leiðir þeirra til að leita réttar síns telji þeir að á sér hafi verið brotið. Eins hefur fagsvið ráðgjafar það hlutverk að fræða starfsmenn borgarinnar og leiðbeina þeim m.a. um meginreglur stjórnsýslulaga.

Verkefni á sviði innri endurskoðunar má flokka í staðfestingarvinnu annars vegar og ráðgjafarþjónustu hins vegar. Viðfangsefnin ná m.a. til fjárhagsendurskoðunar , stjórnsýsluendurskoðunar og endurskoðunar upplýsingakerfa. Innri endurskoðun veitir stjórnendum faglega ráðgjöf og annast innri endurskoðun sem er hluti af innra stjórnendaeftirliti Reykjavíkurborgar. 

Persónuverndarfulltrúi hefur eftirlit með reglufylgni vegna persónuverndar og veitir starfsfólki Reykjavíkurborgar ráðgjöf í því skyni að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga fari fram í samræmi við lög og persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar. Til þess þarf persónuverndarfulltrúi að kalla eftir upplýsingum til að greina vinnslustarfsemi Reykjavíkurborgar og veita upplýsingar og ráðgjöf, ásamt því að gera tillögur um úrbætur innan stjórnsýslunnar á sviði vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. á sviði upplýsingaöryggis. Persónuverndarfulltrúi sinnir jafnframt fræðsluhlutverki gagnvart starfsfólki borgarinnar.

Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur á móti gögnum og upplýsingum um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi, bæði frá nafnlausum tilkynnendum og uppljóstrurum, og annast mál í samræmi við lög um vernd uppljóstrara nr. 40/2020. 

Starfssvið Innri endurskoðunar og ráðgjafar nær til A hluta Reykjavíkurborgar, eins og hann er afmarkaður í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Að því marki sem A hluti ber ábyrgð á B hluta nær starfssviðið einnig til allrar samstæðu borgarinnar. Þá getur Innri endurskoðun og ráðgjöf samið um einstök verkefni við stofnanir, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem tilheyra B hlutanum og í sérstökum tilfellum einnig við félög sem Reykjavíkurborg á minnihluta í.

Eftirtalin B hluta félög þiggja innri endurskoðunarþjónustu af Innri endurskoðun og ráðgjöf:

Faxa­flóa­hafn­ir sf.

Vefsíða Faxaflóahafna sf.

Faxaflóahafnir sf.

Fé­lags­bú­stað­ir hf.

Vefsíða Félagsbústaða

Félagsbústaðir hf.

Mal­bik­un­ar­stöð­in Höfði hf.

Vefsíða Malbikunarstöðvarinnar Höfða

Malbikunarstöðin Höfði hf.

Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs. - SHS

Vefsíða SHS

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. - SHS

Orku­veita Reykja­vík­ur

Vefsíða OR

Orkuveita Reykjavíkur

Dótt­ur­fé­lög OR

IER sinnir einnig innri endurskoðunarþjónustu hjá dótturfélögum OR.

Dótturfélög OR