Nýútgefin starfsskýrsla fagsviðs innri endurskoðunar fyrir árið 2022

4. september 2023

Í dag var kynnt fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar starfsskýrsla fagsviðs innri endurskoðunar fyrir árið 2022.

Í skýrslunni er komið inn á hlutverk og tilgang innri endurskoðunar sem er að bæta rekstur samstæðu Reykjavíkurborgar með því að veita óháða staðfestingu og ráðgjöf á sviði stjórnarhátta, áhættustýringar og innra eftirlits. 

Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir starfsemi fagsviðsins, umfang innri endurskoðunar hjá samstæðu Reykjavíkurborgar og helstu niðurstöður úttekta og eftirfylgnikannana á árinu 2022. Skýrslan varpar ljósi á það samstarf sem á sér stað milli fagsviðsins og allra fag- og kjarnasviða í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar ásamt B hluta félögum.

Starfsskýrsla fagsviðs innri endurskoðunar 2022