2. maí

Mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar 2019

Eftirlitsumhverfið byggir á lögum, reglum, stöðlum, ferlum og stjórnskipulagi sem er grunnur innra eftirlits. Það endurspeglar viðhorf stjórnar og stjórnenda til innra eftirlitsins og gefur þannig tóninn fyrir eftirlitsvitund starfsmanna. Tilgangur þessarar skýrslu er að veita faglegt mat á eftirlitsumhverfi A hluta Reykjavíkurborgar er byggir á úttektum Innri endurskoðunar og vöktun á stjórnarháttum, áhættustýringu og eftirlitsferlum. Matið byggir einnig á athugasemdum sem ytri endurskoðendur hafa sett fram um innra eftirlit í tengslum við áritun ársreiknings og ábendingum endurskoðunarnefndar um innra eftirlit og áhættustýringu.

Sækja efni

Ár