Úttekt á sjálfstætt starfandi tónlistarskólum

Úttekt á sjálfstætt starfandi tónlistarskólum

8. júní 2023

Innri endurskoðun og ráðgjöf (IER) gaf út niðurstöður úttektar á sjálfstætt starfandi tónlistarskólum þann 5. júní 2023.

Markmið úttektar var að kanna hvernig framkvæmd og eftirfylgni þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi tónlistarskóla sé háttað.

Upplýsingagjöf frá skólunum til SFS byggir á útfyllingu í líkanið Tónalaun þar sem starfsmenn skólanna færa inn ýmsar upplýsingar um nemendur, kennslustundir, kennara og launagreiðslur til þeirra. Lykilbreytur í þjónustusamningum eru einkum tvær; kostnaður á stund og fjöldi kenndra stunda.

Meginniðurstaða IER er að áreiðanleiki og réttleiki upplýsinga úr Tónalaunum er dreginn í efa, þar sem mikil frávik komu fram í margs konar samanburðarnálgunum sem framkvæmdar voru við úttektina. Þá er það veikleiki að líkanið er með miklu flækjustigi og villuhættu, það skilar ekki samanburðarhæfum lykilbreytum sem hægt er að bera saman við þjónustusamninga og kemur þannig í veg fyrir skilvirkt eftirlit.

Hér má lesa nánar um niðurstöður úttektarinnar.