Starfsskýrsla fagsviðs persónuverndar 2022-2023

Starfsskýrsla fagsviðs persónuverndar 2022-2023

8. júní 2023

Fagsvið persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf hefur gefið út starfsskýrslu fyrir starfsárið 2022-2023.

Þetta er fyrsta skýrsla sinnar tegundar hjá Reykjavíkurborg frá því að persónuverndarlög nr. 90/2018 tóku gildi. Starfsskýrslan var kynnt fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar þann 5. júní sl. í samræmi við hlutverk nefndarinnar. Í skýrslunni er stiklað á stóru varðandi þau mál sem hafa verið til meðferðar hjá fagsviðinu á tímabilinu. Auk þess er þar að finna tölfræði um helstu verkefni persónuverndarfulltrúa og fjölda mála eftir málaflokkum, sem og umfjöllun um ýmis umbótaverkefni sem persónuverndarfulltrúi hefur haft frumkvæði að og vinnur að í samstarfi við fagsvið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.  

Skýrslan varpar ljósi á hin mörgu verkefni persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar, lögbundin sem ólögbundin, og getur nýst sem efniviður í samtal meðal stjórnenda og kjörinna fulltrúa um frekari umbætur á upplýsingaöryggi og vinnslu persónuupplýsinga í stjórnsýslu og þjónustu Reykjavíkurborgar.

Starfsskýrsla fagsviðs persónuverndar 2022-2023