Innri endurskoðunaráætlun 2022-2023 fyrir A hluta borgarsjóðs

Innri endurskoðunaráætlun 2022-2023 fyrir A hluta borgarsjóðs

11. mars 2022

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti innri endurskoðunaráætlun fyrir A hluta borgarsjóðs á fundi sínum 31. janúar 2022.  

Hlutverk fagsviðs innri endurskoðunar er að veita stjórn og stjórnendum Reykjavíkurborgar óháða endurskoðun og ráðgjöf með það að markmiði að bæta rekstur og stjórnsýslu, meta árangur og bæta áhættustýringu.

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti innri endurskoðunaráætlun fyrir A hluta borgarsjóðs á fundi sínum 31. janúar 2022.  

Innri endurskoðunaráætlunin forgangsraðar verkefnum fagsviðs innri endurskoðunar fyrir árin 2022-2023 á grundvelli áhættumats og í samræmi við meginmarkmið starfsemi Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni er fjallað um aðferðafræðina sem liggur til grundvallar verkefnavalinu og forsendum að baki áætlunarinnar.

Skrifstofa innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar nefnist Innri endurskoðun og ráðgjöf og starfar í umboði borgarráðs. Innri endurskoðandi nýtur faglegs sjálfstæðis í störfum sínum gagnvart allri stjórnsýslu borgar­innar, þar með talið borgarstjóra. Í skýrslunni staðfestir hann stjórnskipulegt óhæði skrifstofunnar og að hafa verið laus við afskipti varðandi ákvörðun á umfangi innri endurskoðunar, framkvæmd verkefna og miðlun niðurstaðna.