IER flytur sig um set

IER flytur sig um set

10. september 2021

Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar hefur flutt starfsemi sína í Guðrúnartún 1. Við erum staðsett á 4. hæð hússins og til okkar er gott aðgengi, bæði lyfta og jafnframt næg bílastæði fyrir utan.

IER kvaddi Tjarnargötu 12 um síðustu mánaðamót en þar höfum við verið til húsa undanfarin ár. Í júlí í fyrra urðu þær breytingar á starfseminni að til Innri endurskoðunar færðust málefni persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar og umboðsmanns borgarbúa. Sýnt var að húsnæðið í Tjarnargötunni svaraði ekki þörfum aukinnar starfsemi og því hófst leit að nýjum höfuðstöðvum. Guðrúnartún 1 varð fyrir valinu og erum við nú þessa dagana að koma okkur fyrir á nýjum stað.