12. janúar
Viðhaldsframkvæmdir við Írabakka - eftirfylgniúttekt
Innri endurskoðun og ráðgjöf (IER) gaf út niðurstöður eftirfylgniúttektar á viðhaldsframkvæmdum við Írabakka þann 12. janúar 2023 í samræmi við endurskoðunaráætlun félagsins. Markmið úttektarinnar var að kanna viðbrögð við þeim 15 ábendingum sem settar voru fram í skýrslu Innri endurskoðunar í júlí 2018.