5. júní
Sjálfstætt starfandi tónlistarskólar - úttekt
Innri endurskoðun og ráðgjöf hefur lokið úttekt á sjálfstætt starfandi tónlistarskólum. Markmið úttektarinnar var að kanna hvernig framkvæmd og eftirfylgni þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi tónlistarskóla væri háttað. Einnig hvort um væri að ræða sviksemisáhættu varðandi upplýsingagjöf um launagreiðslur skólanna eða annarra upplýsinga til skóla- og frístundasviðs sem rekstrarframlag borgarinnar til tónlistarskóla byggir á.