5. september

Samþykktarferli reikninga og lotun gjalda - eftirfylgniúttekt

Á árinu 2015 óskaði endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar eftir því að Innri endurskoðun gerði úttekt á samþykktarferli gjaldareikninga og afstemmingum undirkerfa fjárhagsbókhalds á hverju fagsviði fyrir sig, sem og í miðlægri stjórnsýslu, sbr. fundargerð nefndarinnar frá 29. maí 2015. Innri endurskoðun skipti verkefninu í tvennt og gerði annars vegar úttekt á lotun gjalda og samþykktarferli reikninga og hins vegar á afstemmingum undirkerfa Agresso og er hér fylgt eftir þeirri fyrri sem gefin var út í apríl 2016.

Sækja efni

Ár