30. mars

Félagsleg heimaþjónusta - úttekt á innra eftirliti

Verkefnið "félagsleg heimaþjónusta" var sett fram í áhættumiðaðri endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar fyrir starfsárið 2020. Miklu fjármagni er varið í velferðarmál hjá Reykjavíkurborg en félagsleg heimaþjónusta fellur undir þann málaflokk. Umfang félagslegrar heimaþjónustu er mikið og eru um 3.000 til 3.500 notendur að nýta sér þjónustuna eftir tímabilum. Kostnaður vegna reksturs félagslegrar heimaþjónustu árið 2019 nam 1.840 m.kr. Félagsleg heimaþjónusta er viðkvæmur málaflokkur þar sem í flestum tilfellum er um að ræða persónulega þjónustu við skjólstæðinga borgarinnar. Mikilvægt er því fyrir alla aðila, bæði þá sem njóta þjónustunnar og þá sem henni sinna, að unnið sé eftir þeim verklagsreglum sem um starfsemina gilda hverju sinni og að tryggt sé að innra eftirlit sé til staðar sem styður velferðarsvið við að ná markmiðum sínum.

Sækja efni

Ár