Um okkur

Per­sónu­vernd­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar

Per­sónu­vernd­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar

Hjá Reykjavíkurborg starfar sérstakur persónuverndarfulltrúi í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. persónuverndarreglugerð ESB 2016/679 (GDPR).

https://images.prismic.io/borgarvernd-web/c85e8e28-69d7-4cf1-a55d-a42331eb91ef_personuverndarstefna_reykjavikur.png?auto=compress,format

Persónuverndarfulltrúi hefur eftirlit með reglufylgni vegna persónuverndar og veitir starfsfólki Reykjavíkurborgar ráðgjöf í því skyni að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga fari fram í samræmi við lög og persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar. Persónuverndarfulltrúi kallar í því skyni eftir upplýsingum til að greina vinnslustarfsemi Reykjavíkurborgar og veitir upplýsingar og ráðgjöf ásamt því að gera tillögur um úrbætur innan stjórnsýslunnar á sviði vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. á sviði upplýsingaöryggis. Persónuverndarfulltrúi sinnir jafnframt fræðsluhlutverki gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins.

Hægt er að óska eftir ráðgjöf persónuverndarfulltrúa vegna allra mála sem tengjast vinnslu Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum og um hvernig aðilar geta neytt réttar síns samkvæmt ákvæðum persónuverndarlaga eða annarra laga sem gilda um upplýsingarétt einstaklinga í stjórnsýslunni. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann er persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar og senda má erindi á netfangið personuverndarfulltrui@reykjavik.is.

Per­sónu­vernd­ar­stefna Reykja­vík­ur­borg­ar

Samþykkt í borgarstjórn 19. mars 2019

Persónuverndarstefna Reykjavíkurborgar