Sameining

Sameining

14. október 2020

Þann 1. júlí síðastliðinn var samþykkt í borgarráði að sameina á einum stað starfsemi Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, starfsemi umboðsmanns borgarbúa og starf persónuverndarfulltrúa með það að markmiði að einfalda og um leið styrkja starfsemi og skipulag þeirra aðila sem sinna eftirliti með starfsemi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.  

Með samruna þessara eininga verður því til leiðandi og öflug eftirlitsstofnun sem rekin er undir nafni innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar.

Framundan eru því ákveðnar breytingar en ennþá er hægt að senda inn erindi og fá ráðgjöf um netfangið umbodsmadur@reykjavik.is. Erindi tengd persónuverndarfulltrúa sendist á netfangið personuverndarfulltrui@reykjavik.is.