Ráðgjafi borgarbúa

Ráðgjafi borgarbúa

1. september 2022

Ráðgjafi borgarbúa og fagstjóri ráðgjafarsviðs hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf

Agnes Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa borgarbúa og fagstjóra ráðgjafarsviðs hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf. Hún hóf störf hjá okkur 1. september sl. Hennar hlutverk verður að veita borgarbúum ráðgjöf, greiða götu þeirra og leiðbeina þeim í samskiptum sínum við borgina.

Agnes er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt stöðu lögfræðings á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu það sem af er ári en starfaði áður hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í tólf ár. Þar starfaði hún fyrst sem lögfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu laga og stjórnsýslu í tíu ár og tók síðan við starfi sem yfirlögfræðingur. Í störfum sínum hjá ráðuneytunum hefur Agnes öðlast víðtæka þekkingu og reynslu á opinberri stjórnsýslu ásamt því að hafa komið gerð verkferla og innleiðingu verklagsreglna auk ýmissa úrbótaverkefna og verið í miklum samskiptum við fjölbreyttan hóp viðskiptavina og hagsmunaaðila.

Við óskum Agnesi til hamingju með nýtt starf og hlökkum mikið til að vinna með henni að þróun og framkvæmd ráðgjafar við borgarbúa.